Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að funda með Pútín í maí til að ræða fækkun kjarnorkuvopna. Hann ætlar einnig að ræða við stjórnvöld í Kína um fækkun kjarnorkuvopna og skorar jafnframt á stjórnvöld í Norður-Kóreu og Íran að að hætta frekari tilraunum til framleiðslu kjarnorkuvopna.

Obama er í Suður-Kóreu þar sem hann mun sitja leiðtogafund 53 ríkja um alþjóðlegt kjarnorkuöryggi.

Obama kemur til með að funda með Pútín til að fá í gegn samkomulag um að Rússland og Bandaríkin megi eiga 1.550 kjarnorkuodda sem er töluverð fækkun frá því sem nú er.