Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, mun setja ráðstefnuna „Virkjum fjármagn kvenna” þann 28. mars næstkomandi. Um er að ræða námsstefnu um konur, fjármagn og rekstur fyrirtækja, og meðal þeirra sem halda fyrirlestra eru Karin Forseke, fyrsti forstjóri fjárfestingarbanka og Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri Glitnis og fjárfestir.

Meðal annarra sem tala eru Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og Halla Tómasdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og starfandi stjórnarformaður Auðar Capital.

Skráning fer fram á vef Samtaka atvinnulífsins.