Í tilefni 10 ára starfsafmælis Háskólans í Reykjavík (HR) hefur skólinn hleypt af stokkunum samstarfsverkefni starfsfólks og nemenda sem ber heitið Fræið. Verkefnið snýr að þjónustu við samtök í almannaþjónustu þar sem skólinn, starfsfólk og nemendur bjóða fram starfskrafta sína og þekkingu án endurgjalds. Verkefnið hófst 4. september og stendur út afmælisárið.

Eva Þengilsdóttir hjá HR segir verkefnið sprottið af þeirri þörf sem er fyrir hendi í samfélaginu og meðal almannaheillasamtaka. „Við gerum þetta því við viljum stuðla að auknum lífsgæðum í samfélaginu og deila þekkingu okkar og kröftum með öðrum. Þetta er samstarfsverkefni skólans og nemenda enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum og beri ábyrgð.“ Hún segir skólann hafa markað sér skýra stefnu í samfélagslegri ábyrgð og verkefnið sé liður í því. Allir núverandi starfsmenn og nemendur skólans eru sjálfkrafa skráðir í verkefnið, auk þess sem eldri nemendur geta skráð sig til leiks.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .