Slitnað hefur upp úr viðræðum um kaup lífeyrisjóðanna á meirihluta í Kaupþingi en þær viðræður hafa staðið við Fjármálaeftirlitið og skilanefnd bankans undanfarna daga.

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Þar er haft eftir Björgvin G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra að Kaupþing fari nú í sama ferli og hinir bankarnir; skipuð verði ný stjórn og hún geti síðan tekið afstöðu til frekari viðræðna við sjóðina.

Í frétt RÚV kemur fram að ekki er ljóst hvers vegna viðræðum var hætt en Björgvin sagðist telja að tilboð lífeyrissjóðanna hefði ekki verið talið fullnægjandi.