Verslunarkeðjan Woolworths hefur hafið viðræður við Apax Partners um hugsanlega yfirtöku á Woolworths. Apax Partners er hlutabréfasjóður í einkaeigu og hafði áður sýnt áhuga á að kaupa Woolworths en orðið frá að hverfa. Stjórnendur Apax vonast til þess að viðræðurnar nú leiði til þess að stjórn Woolworths mæli með kaupunum.

Í síðasta mánuði hafnaði stjórn Woolworths, sem er undir stjórn Gerald Corberts, tilboði frá Apax þars em bréf félgsins voru metin á 50 til 55 pens. Við tíðindin nú hafa bréf Woolworths hækkað upp í 48p.

Höfnun Woolworths á sínum tíma kom stjórnendum Apax á óvart en þeir sögðu það sett fram fyrst og fremst til að komast í bækur félagsins. Því hefði allt eins mát búst við hækkun tilboðsins síðar.

Byggt á netútgáfu The Daily Telegraph