Breska matvörukeðjan Co-operative Group íhugar nú kaupa á matvörukeðjunni Somerfield, sem að hluta til er í eigu Kaupþings [ KAUP ].

Samkvæmt fréttavef BBC eru viðræður á byrjunarstigi og forstjóri Co-op, Peter Marks staðfestir í samtalið við Dow Jones fréttaveituna að viðræður sé þegar hafnar.

„Við eigum nú í viðræðum við Somerfield og höfum áhuga á því að kaupa félagið. Það mun koma sér vel fjárhagslega og auka sölu hjá okkur. Það er hins vegar mikið verk eftir óunnið,“ sagði Marks.

Hann vildi ekkert gefa upp um hugsanlegt verð fyrir Somerfield, enda væri það ekki tímabært.

Somerfield rekur um 900 verlsanir víðs vegar á Bretlandi.