Tilboð ástralska fjárfestisins Steve Cosser annars vegar og Óskars Magnússonar hins vegar í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, voru hærri en tilboð almenningshlutafélags Vilhjálms Bjarnasonar og fleiri og mun því Íslandsbanki hefja viðræður við tvo fyrstefndu aðilana.

Tilboðin voru opnuð í dag. Í tilkynningu frá bankanum segir að fyrirtækjaráðgjöf bankans muni á næstu dögum vinna úr tveimur hæstu tilboðunum, skoða forsendur og skilyrði og tilkynna um hæstbjóðenda í næstu viku.

Cosser, Óskar og almenningshlutafélagið skiluðu inn skuldbindandi tilboðum í Árvakur. Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem voru með á fyrri stigum, skiluðu ekki inn slíku tilboði.