Á fundi forystu SA og ASÍ sem fram fór hjá Ríkissáttasemjara síðdegis í dag var ákveðið að hittast aftur næstkomandi mánudag til þess að fjalla um áframhald kjarasamninga og frestun fyrirhugaðra launahækkana 1. mars næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA en fulltrúar samningsaðila hjá hinu opinbera sátu einnig fundinn en í tilkynningunni er tekið fram að ríkur vilji hafi komið farm um víðtækt samstarf á vinnumarkaði á næstunni.

ASÍ samþykkti fyrir sitt leyti í gær að fresta launahækkunum en þó með skilyrðum.