Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, vonast til þess að hefja viðræður um fríverslunarsamning við Japan í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í frétt Kyodo News.

Utanríkisráðherra sagði í samtali við Kyodo News að hann vonaðist að viðræður við EFTA-löndin gætur hafist von bráðar. ?Það er vilji fyrir hendi að hefja viðræður um fríverslun á milli Japan og EFTA-landanna," sagði Davíð. Hann átti fund með utanríkisráðherra Japan, Nobutaka Machimura, í gær.

Davíð sagði að japanski utanríkisráðherrann hafi tekið vel í tillöguna en benti þó á að Japanir ættu í tímafrekum viðræðum við fjöldamörg önnur ríki. Hann sagðist reikna með að viðræður gætu hafist á næstu tveimur árum.