Viðræður um yfirtöku á þrotabúi lágfargjaldaflugfélagsins Sterling stöðvuðust í dag í kjölfar þess að ekki náðist samstaða milli hugsanlegs kaupanda og verkalýðsfélagsins sem var fulltrúi starfsmanna flugfélagsins í samningaviðræðum. Þetta er haft eftir skiptastjóra þrotabús Sterling í yfirlýsingu.

Sterling sótti um gjaldþrotaskipti í lok október. Eignir félagins verða nú seldar í bútum hingað og þangað í stað heildarsölu á rekstrinum, að því er kom fram í yfirlýsingu skiptastjóra. Ekki hefur komið fram hver var hinn hugsanlegi kaupandi.