Stjórnir VBS fjárfestingarbanka hf. og fjárfestingafélagsins FSP hf. hafa ákveðið að hefja viðræður um samruna félaganna að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

VBS fjárfestingarbanki hf. er í eigu 80 hluthafa en FSP hf. er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóða og sparisjóðatendra félaga. Stefnt er að niðurstöðu viðræðna eins fljótt og verða má segir í tilkynningunni. Aðalfundi VBS fjárfestingabanka, sem fyrirhugaður var 23. febrúar, verður því frestað af þessum ástæðum. Komi til samruna félaganna verður til nýtt afl á fjármálamarkaði með fjölbreytta starfsemi og verðmæt tengsl við viðskiptavini og hluthafa.