Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, telur ekki að stjórnvöld í Moskvu setji annarleg skilyrði fyrir því að veita Íslendingum 4 milljarða evra að láni.

Í viðtali við dagblaðið Moscow News í dag segir Benedikt að hér sé um viðskipti að ræða, lánveitingin hafi enga stjórnmálaþýðingu.

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins .

Íslensk sendinefnd kemur til Moskvu í dag og á morgun hefjast þriggja daga viðræður um lánið.