Eigandi Primark fataframleiðandans varar við því að hætta sé á að ef fram heldur sem horfir með áhrif Kórónavírusins Covet-19, sem alla jafna hefur verið kenndur við Wuhan borg í Kína, út árið gæti orðið skortur í sumum vörulínum fyrirtækisins.

Vírusinn er talinn hafa drepið meira en 2.400 manns og smitað meira en 77 þúsund manns í Kína, og hafa lokanir bæði þar í landi og víðar, leitt til þess að hægst hefur á hagkerfi landsins.

Primark, sem er í eigu Associated British Foods, fær um 40% af fataframleiðslu sinni undir merkjum Primark frá Kína, en félagið segist hafa byggt upp birgðastöðu sína í aðdraganda kínverska nýársins í lok janúar líkt og áður og því muni vírusinn ekki hafa áhrif strax.

„Ef tafir á verksmiðjuframleiðslu verða viðvarandi, mun hættan á birgðaskorti í sumum fatalínum seinna á þessu fjárhagsári aukast,“ hefur Guardian upp úr tilkynningu frá félaginu.

John Bason, fjármálastjóri félagsins segir félagið vera í viðræðum við framleiðendur í Bankadesh, Kambódíu, Víetnam, Tyrklandi og austur Evrópulöndum til að fylla í skarðið, þó hann segði að í sumum tilfellum yrði ekki hægt að fá sömu vörurnar.

„Það er í fylgihlutum og þess háttar svæðum, sem Kína er mjög gott í og erfitt er að fá annars staðar... svo ég er ekki að lofa því að við getum komið með aðrar lausnir í öllum tilfellum við skortinn frá Kína.“

ABF náði þó fjárhagslegum markmiðum sínum á síðasta ári, þó stór hluti af annarri framleiðslu þess fari fram í Kína. Félagið er í eigu forstjórans George Westons og fjölskyldu hans.