Hyatt, Sheraton, Marriott og Westin hótel í 10 ríkjum Bandaríkjanna sem og í höfuðborginni Washington gætu hafa verið undir eftirliti tölvuþrjóta mánuðum saman.

Að minnsta kosti 20 hótel sýkt

Samkvæmt fyrirtækinu HEI Hotels & Resorts, hefur vírus komist í tölvubúnað fyrirtækisins á að minnsta kosti 20 stöðum, en 5 þeirra eru í Kaliforníuríki.

Vírusinn er talinn geta hafa verið að safna nöfnum ásamt kortaupplýsingum viðskiptavina síðan snemma í desember, alveg þangað til seint í júní. Á sumum stöðum gæti söfnun upplýsinganna hafa byrjað alveg síðan í mars 2015.

Listi yfir hótelin birtur

Í kjölfar þess að upp komst um vírusinn hafi kerfið sem vann úr greiðslukerfi hótelanna verið fært yfir í algerlega sjálfstætt kerfi sem er algerlega aðskilið frá restinni af kerfum þeirra. Vírusinn hefur verið fjarlægður en nú er verið að uppfæra ýmsa hluta af kerfum þeirra til að gera þau öruggari.

Viðskiptavinir hótelkeðjanna eru hvattir til að fylgjast með og skoða óvenjulegar færslur af kreditkortum sínum, bæði aftur í tímann og svo áframhaldandi. Hægt er að skoða lista yfir þau hótel keðjunnar sem urðu vírusnum að bráð hér.