*

laugardagur, 6. mars 2021
Innlent 23. október 2020 12:10

VÍS fjárfestir í félagi Trausta og Benedikts

VÍS og Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármanssonar, hafa keypt hlut í Vex, nýstofnuðu eignastýringafyrirtæki.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.
Eyþór Árnason

VÍS og Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, hafa keypt hlut í nýstofnuðu eignastýringafyrirtæki sem ber nafnið Vex ehf. Greint er frá þessu í fjárfestakynningu VÍS vegna afkomu þriðja ársfjórðungs, sem birt var í morgun.

Stofnendur Vex eru Benedikt Ólafsson, fyrrverandi fjármálastjóri Skeljungs og fyrrverandi forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, og Trausti Jónsson, sem lét nýverið að störfum hjá Stefni sem sjóðsstjóri sérhæfðra fjárfestinga eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2012. Benedikt lét af störfum sem fjármálastjóri Skeljungs í nóvember í fyrra eftir fjögurra ára starf. Á árunum 2012 til 2016 störfuðu Benedikt og Trausti saman hjá Stefni.

Vex hyggst leggja áherslu á sérhæfðar fjárfestingar í starfsemi sinni.

Bjarni gekk fyrst inn í hluthafahóp VÍS í janúar en er nú fimmti stærsti hluthafi félagsins með 6,9% hlut.