VÍS hefur valið Rent A Prent prentlausn frá Nýherja. Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að við þetta fækki prenturum á öllum 10 starfsstöðvum VÍS og með því móti dregið úr sóun á pappír með miðlægu aðgangsstýrðu prentumhverfi. Með Fjarvöktun er brugðist við bilun og hægt að skipta um vélarhluta í prentbúnaði þegar eðlilegum notkunartíma þeirra fer að ljúka.

Þá segir í tilkynningunni að með samningi við VÍS hafi Nýherji nú innleitt yfir 1.000 Rent A Prent tæki.

„Rent A Prent er einstök prentlausn sem hefur náð yfirburða stöðu á markaðnum en með sérsniðnu prentumhverfi er hægt að draga úr árlegum prentkostnaði og fjárbindingu á búnaði. Þá kemur búnaðurinn í veg fyrir að gögn liggi á glámbekk með aðgangstýringu en talið er að um 15% af útprentunum séu aldrei sótt,“ segir Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Nýherja, í tilkynningunni.