Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,85% í dag og endaði í 1,862 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 0,96% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa VÍS, eða um 9,22% í viðskiptum sem hljóða upp á 533 milljónir króna. Verð á hvert bréf félagsins er þá 9,36 krónur. Einnig hækkaði gengi bréfa Icelandair Group, eða um 1,41% í milljarðs króna viðskiptum. Verð á hvert bréf Icelandair nemur þá 36,05 krónum.

Viðskiptablaðið fjallaði um hækkunina á gengi bréfa VÍS fyrr í dag, en hún er í kjölfar þess að fyrirtækið birti afkomu sína fyrir árið 2015 í gær.

Mest lækkaði gengi bréfa Símans um 1,81% í 261 milljónar króna viðskiptum. Verð á hvern hlut Símans er þá 3,26 krónur. Gengi allra annarra hlutabréfa hélst í núlli eða hækkaði í viðskiptum dagsins.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmlega 3,6 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 9,4 milljarðar króna.