Mikil velta hefur verið með hlutabréf í Vátryggingafélag Íslands hf. í viðskiptum dagsins. Félagið hefur hækkað um 3,77% í viðskiptum dagsins en veltan meur 698 milljónum króna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er hluti af þessari veltu utanþingsviðskipti með bréf í félaginu. Af þessum 698 milljónum námu utanþingsviðskiptin um það bil 400 milljónir króna, en keypt voru um 50 milljónir bréfa.

Í gær var greint frá því að stór utanþingsviðskipti hefðu átt sér stað með hlutabréf í VÍS að nafnvirði um 5 milljónir króna, eða um 3,67% af útgefnu hlutafé. Kaupendur í þeim viðskiptum voru Sigurður Bollason fjárfestir og Don McCarthy, breskur fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður House of Fraser.