Hlutabréfagengi VÍS hefur hækkað um 7,35% í Kauphöll Nasdaq OMX Iceland í dag. Velta bréfanna hefur verið um 266 milljónir íslenskra króna. Hækkunin kemur í kjölfar þess að VÍS birti ársreikning sinn í gær, en Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um afkomu fyrirtækisins í gær.

Hagnaður VÍS jókst um heil 67% milli ára, en hann nam einhverjum 2,1 milljarði króna á árinu 2015. Þá var þessari miklu hagnaðaraukningu helst því að þakka að fjárfestingar félagsins gengu vonum framar á árinu.

Eignir félagsins námu 44 milljörðum króna og eigið fé af því var 17,5 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er því 39%. Stjórn VÍS lagði þá til að á árinu verði greiddir um 5 milljarðar króna í arð til hluthafa félagsins, eða um 2,17 krónum á hlut.