Vátryggingafélag Íslands hefur ákveðið að binda enda á endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd 18. september síðastliðinn, eftir að tæplega 38% þeirra bréfa sem heimild var fyrir höfðu verið keypt.

Eftir kaup á 20.855.234 hlutum í félaginu fyrir um 242 milljónir króna á VÍS samtals 0,94% af heildarhlutafé félagsins.

Samkvæmt áætluninni var áætlað að keyptir yrðu að hámarki 55 milljón hlutir eða að fjárhæð endurkaupanna yrði aldrei meira en 600 milljónir króna.

Átti heimildin að gilda fram að aðalfundi félagsins sem verður 22 mars næstkomandi, svo áætluninni er slitið nú rúmlega mánuði á undan áætlun.