*

fimmtudagur, 24. september 2020
Innlent 26. júní 2020 16:32

VÍS lækkað um 16% það sem af er árs

OMXI10 lækkaði um 0,6% í 1,3 milljarða viðskiptum í dag, bréf Vís lækkuðu um 2,78%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala OMXI10 lækkaði um 0,6% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 2.108,81 punkti. Því hefur hækkun vikunnar gengið að hluta til til baka en vísitalan stóð í 2.082,99 punktum í upphafi viku. Viðskipti dagsins voru nokkuð lítil og námu 1,3 milljörðum króna í 137 viðskiptum.

Mest lækkuðu bréf Icelandair eða um 5,8% í 4 milljón króna viðskiptum og standa bréf félagsins í 1,95 krónum hvert. Næst mest lækkun var á bréfum VÍS, sem lækkuðu um 2,78% og standa þau nú í 10,5 krónum. Bréf félagsins hafa lækkað um rúm 16% það sem af er árs.

Þriðja mest lækkun var með bréf Símans, um 1,95%, og standa þau nú í 5,9 krónum hvert. Velta með bréf félagsins nam tæpum 200 milljón krónum en mest velta var með bréf Marels, eða um 455 milljónir króna.

Einungis eitt félag hækkaði í viðskiptum dagsins en það voru bréf Haga, um 0,1%, og standa þau nú í 49,8 krónum hvert.

Stikkorð: Kauphöll Vís OMXI10