*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 10. mars 2015 16:29

VÍS lækkaði mest í kauphöll í dag

Gengi bréfa VÍS í dag lækkaði um 2,9% í dag en heildarviðskipti með bréfin námu um 425 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,47% í dag og endaði í 1.394,27 stigum. Gengi bréfa Nýherja hækkaði mest eða um 4,29% en viðskipti námu aðeins 2 milljónum króna. Bréf Össurar hækkuðu þá um 0,91% og bréf í Sjóvá um 0,74%.

Gengi bréfa VÍS lækkaði um 2,9% og námu heildarviðskipti með bréfin um 425 milljónum króna. Einnig lækkaði gengi bréfa Eimskipa um 1,28% og bréfa Haga um 1,23%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 1,705 milljónum króna.