Mikið var um lækkanir á markaði í dag. Vís lækkaði mest í dag, eða um 3,2% í 384 milljón króna viðskiptum. TM lækkaði um 1,42%, Sjóvá um 0,81%, HB Grandi um 0,76%, Reginn um 0,6%, Vodafone um 0,46%, Eik um 0,42%, Reitir um 0,41% og N1 um 0,24%.

Eimskip hækkaði mest, en uppgjör félagsins var birt í gær. Eimskip hækkaði um 3,62% í 445 milljón króna viðskiptum, Marel hækkaði um 1,04% og Hagar um 0,9%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,26% og var lokagildi hennar 1.587,35 stig.