Tryggingafélagið VÍS lækkaði um 3,56% í 28 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Viðskiptablaðið greindi frá því á gær að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun vegna annars ársfjórðungs. Í ljós kom við vinnslu árshlutauppgjörs annars ársfjórðungs að tapið myndi nema 300 milljónum í stað 92 milljónum fyrir skatta eins og áður var gert ráð fyrir.

Næst mest lækkaði verð á bréfum í Sjóvá eða um 1,47% í 27 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð á bréfum í Icelandair um 1,02% í 50 milljóna króna viðskiptum.

Mest hækkun var á hlutabréfaverði í fateignafélaginu Reginn eða 0,73% í 42 milljóna króna viðskiptum. Þá var næstmest hækkun á bréfum í Eimskipum eða 0,49% í 1 milljóna króna viðskiptum.

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,41% í viðskiptum dagsins.