Afkomuspá Vátryggingafélags Íslands sem birt var í lok janúar hefur verið leiðrétt en þar hafði áætlaður hagnaður fyrir skatta greinilega verið ruglað við hagnað eftir skatta.

Fer því væntur hagnaður félagsins á árinu úr 2.600 milljónum króna fyrir skatta í 3.108 milljónir, en í tilkynningu segir að fyrri talan sé áætlaður hagnaður eftir skatta.

Er hagnaðurinn því tæplega fimmtungi hærri eða 19,5% hærri á árinu en félagið hafði tilkynnt um 31. janúar síðastliðinn. Aðrar tölur í afkomuspá félagsins voru réttar, eða fyrir utan hvernig fjárhæðin skiptist á hvert ár.