Nokkrir fjársterkir aðilar hafa óskað eftir upplýsingum um að kaupa hlutafé Olíufélagsins, en eigendur hafa ákveðið að selja félagið og talið er að virði hlutafjárins sér í kringum 15 milljarðar króna. Ekki er þá reiknað með yfirtöku skulda félagsins.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa tryggingarfélagið VÍS og verslunarfyrirtækið Samkaup verið að sveima í kringum félagið. Ólafur Ólafur, stjórnarformaður Olíufélagsins, sagðist ekki geta tjáð sig um málið en staðfesti að nokkrir aðilar hafa haft samband við Íslandsbanka, sem hefur umsjón með söluferlinu. Ekki náðist í Örn Gunnarsson hjá Íslandsbanka.

Fjárfestingafélagið Ker, sem á og rekur Olíufélagið, segir ástæður sölunnar vera breyttar áherslur á fjárfestingastefni félagsins, sem miða að því að auka enn frekar vægi fjárfestinga erlendis. Ólafur sagðist ekki geta gefið upp hvort að félagið hefði þegar fundið fjárfestingartækifæri erlendis, en benti á að tækifærin væru nóg.

Ker tók nýlega þátt í kaupum hóps fjárfesta á 21% hlut Straums-Burðaráss í Íslandsbanka og eignaðist Ker í kringum 2% hlut í Íslandsbanka í viðskiptunum.