Þau félög sem mynda OMXI6 hlutabréfavísitöluna frá og með 1. júlí næstkomandi eru Eimskip, Hagar, Icelandair Group, Marel, TM og VÍS. Vísitalan hefur verið endurskoðuð en það er gert tvisvar á ári. Tryggingafélögin tvö, sem nýverið eru komin á markað, bætast við vísitöluna en Reginn og Össur og detta út.

Kauphöllin tilkynnti um breytingarnar í dag. Vísitalan samanstendur af þeim sex félögum sem hafa mestan seljanleika í Kauphöllinni, og ræðst vægi þeirra af flotrleiðréttu markaðsvirði. Það þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum í Kauphöllinni er hluti af vísitölunni, að því er segir í tilkynningu.