Hlutabréf tryggingarfélaganna TM og VÍS hafa lækkað verulega á undanförn­um vikum í aðdraganda skráningar þriðja tryggingar­ félagsins, Sjóvá, á markað. VÍS hefur lækkað um tæp 14% á undanförnum tveimur vikum og um rúm 6% í síðustu viku. Gengi bréfa félagsins var 10,68 í lok dags 12. mars en 9,8 í lok dags 19. mars. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa VÍS 9,2.

Gengi bréfa TM var 31 fyrir tveimur vikum, 31,6 fyrir viku síðan en var 29,4 við lokun markaða í gær. Það þýðir að gengi bréfanna hefur lækkað um 5% á síðustu tveimur vikum en um 7% á síðustu viku.

Taka ber með í reikninginn hér að bæði VÍS og TM ákváðu á þessu tímabili að greiða hluthöfum sínum arð og hefur það áhrif á gengi bréfa félaganna tveggja.