VÍS hefur ákveðið að semja við danska hugbúnaðarframleiðandann TIA Technology A/S um kaup og innleiðingu á staðlaðri heildarlausn fyrir tryggingafélög. Stefnt að því að ljúka innleiðingunni innan eins árs.

Í fréttatilkynningu segir að ákvörðunin um að ganga til samninga við TIA sé tekin eftir ítarlega greiningu á möguleikum kerfisins til að styðja við rekstur félagsins. Tryggingakerfin sem um ræðir eru staðlaðar iðgjalda- og tjónalausnir sem eru í notkun hjá fjölda stórra tryggingafélaga víða um heim.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingin byrji að skila ávinningi um það bil ári eftir að innleiðingu lýkur og hafi óveruleg áhrif á afkomu félagsins á innleiðingartíma.