Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, segir að félagið hafi sett inn 30 milljónir í rekstur Vefpressunar, sem rekur fréttamiðilinn Pressuna.is, þegar vefurinn var stofnaður. "Þetta er ein af mörgum fjárfestingum sem við komum að. Móðurfélag okkar kom nú líka að fjárfestingu er tengdist fjölmiðlum um tíma, þegar það átti útgáfufélag Viðskiptablaðsins."

Hann sagði eignarhlut VÍS nú umtalsvert minni en hann var í upphafi, þegar hann var um 33%. Innborgað hlutfé Vefpressunnar í fyrra var um 44,5 milljónir króna. Aðrir eigendur í fyrra voru Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, með 26,4% hlut, Salt Investments, félag Róberts Wessman, með 23% hlut og Arnar Ægisson með 17% hlut. Nýlega var hlutafé aukið og er enginn eigandi félagsins með meira en 20% hlut.