Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Vátryggingarfélags Íslands (VÍS) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta. Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að hún hafi gert það 5. apríl síðastliðinn að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár. Þeim hefur nú verið fullnægt.

Útboð i með hlutabréf VÍS lauk í gær með sölu Klakka (áður Exista) á 70% eignarhlut. Viðskipti hefjast svo með hlutabréfin í Kauphöllinni 24. apríl næstkomandi.