Vátryggingafélag Íslands – betur þekkt sem VÍS – hefur gefið frá sér afkomuspá fyrir yfirstandandi ár, sem hljóðar upp á 2,2 milljarða króna hagnað fyrir skatta og 98,9% samsett hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu .

Einnig kemur fram að áhættuvilji félagsins í fjárfestingum miðist við gjaldþolshlutfallið 1,35 – 1,70.

Spánni er skipt niður á ársfjórðunga, og er gert ráð fyrir að samsett hlutfall verði 105,8% á fyrsta fjórðungi, lækki svo um 12,3% og verði 93,5% á þeim næsta, og stefni svo nær miðjunni og verði 97,2% og 99,1% á seinni tveimur fjórðungunum.

Hagnaður fyrir skatta verði rétt rúmur hálfur milljarður á fyrsta fjórðungi, aukist í 738 milljónir á þeim næsta, en falli svo í 579 og loks 398 á seinni hluta ársins.