Gísli Níls Einarsson forvarnarfulltrúi fyrirtækja hjá VÍS
Gísli Níls Einarsson forvarnarfulltrúi fyrirtækja hjá VÍS
© vb.is (vb.is)

Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur bent á Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) sem fyrirmyndarfyrirtæki á sviði vinnuverndarstarfs og heilsueflingar starfsfólks fyrir árið 2013. Er þetta liður í árlegri vinnuverndarviku á vegum stofnunarinnar sem haldin er í október ár hvert.

Á heimasíðu stofnunarinnar er fjallað um hvernig VÍS stuðlar að sem bestum félagslegum og andlegum aðbúnaði starfsmanna, starfsumhverfi og heilsueflingu á vinnustaðnum. Heilsuefling er það þegar fyrirtæki ganga lengra en lög og reglur rkveða á um að gert sé í vinnuverndarmálum.

Þá er tekið fram í tilnefningunni að VÍS kanni líðan starfsmanna sinni í vinnu í árlegri greiningu sem og ánægju með starfsumhverji, starfsálag og samskipti milli deilda innan fyrirtækisins.

"Það var mjög áhugavert og upplýsandi fyrir okkur hjá VÍS að taka þátt í verkefninu. Þegar við vorum að draga saman öll gögn og staðreyndir um starfið okkar þá kom virkilega í ljós hvað við erum búin að vera að vinna mikið í andlegum og félagslegum aðbúnaði og heilsueflingu starfsmanna okkar. Eitthvað sem við höfðum kannski ekki gert okkur nógu mikla grein fyrir," segir Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum í fyrirtækjaviðskiptum hjá VÍS í fréttatilkynningu.