Gengið hefur verið frá samningi um að VÍS tryggi Eik fasteignafélag og dótturfélög þess til næstu þriggja ára. Samkomulagið felur meðal annars í sér náið samstarf í forvarna- og öryggismálum. Í tilkynningu segir að VÍS verði þannig Eik innan handar með hvers kyns sérfræðiráðgjöf og þjónustu sem þarf til að efla þessa þætti í starfsemi Eikar fasteignafélags.

Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 og sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Leigutakar Eikar eru í fjölbreyttum rekstri og leigja allt frá 15 m2 skrifstofum til 2.000 m2 hótels.