Helgi Bjarnason forstjóri VÍS segir of fljótt að segja til um það hvort fyrirtækið hyggist lána til bifreiðakaupa. „Sögulega séð hafa tryggingafélög lánað til bifreiðakaupa,“ segir Helgi. „Mér þykir ekki loku fyrir það skotið að það muni gerast aftur. Hvort það passi inn í okkar vegferð fram undan er of fljótt að segja til um.“

Þetta kemur fram í viðtali við Helga í Morgunblaðinu þar sem hann er spurður hvort hann telji að aukinn samruni verði með tryggingarekstri og bönkum þegar fram í sækir.

„Ef það er gert á réttum forsendum getur samstarf verið arbært fyrir alla aðila,“ segir Helgi sem segir samstarf trygginga- og bankastarfsemi hafa gengið farssællega erlendis, en það hafi ekki reynst vel á Íslandi.

„Tryggingafélög eru jafnframt í alls kyns lánastarfsemi, til dæmis í gegnum fjárfestingarsjóði. Mikilvægt er að þekkting til slíkra lánveitinga sé fyrir hendi. Verkefnið fram undan er að átta sig á með hvaða hætti við viljum haga því.“