Visa Inc. hefur staðfest áform um að félagið ætli að kaupa Evrópska Visa, Visa Europe. The Wall Street Journal greinir frá.

Visa Inc og Visa Europe voru til fjölda ára undir sama félagi, Visa International Service Association. Þetta byrjaði að breytast árið 2007 þegar eignahaldið á Visa Inc. færðist úr höndum fjölda fjármálastofnanna í dreifðara, og almennara, eignarhald. Eignarhald Visa Europe var óbreytt á sama tíma.

Visa Inc. ætlar nú að kaupa Visa Europe og sameina starfsemi fyrirtækjanna. Kaupverðið er um 21,2 milljarðar evra, eða tæpir 3.000 milljarðar króna. Visa Inc. mun greiða sem nemur 11,5 milljarða evra í reiðufé, um 1.630 milljarða króna og eftirstöðvarnar verða greiddar í hlutafé. Búist er við að yfirtökunni verði lokið um mitt ár 2016.