Samkomulag á milli Visa og Ólympíunefndarinnar um að fyrirtækið sé einn af aðalstyrktaraðilum leikanna hefur það meðal annars í för með sér að fjölda hraðbanka verði lokað á svæðum þar sem leikarnir fara fram í London í sumar. Samkvæmt frétt The Guardian verður alls 27 hraðbönkum lokað og í staðinn munu koma 8 nýir hraðbankar frá Visa. Gestir þurfa því að gera ráð fyrir að standa í röð til að ná sér í reiðufé á meðan leikunum stendur.

Þetta þýðir að þeir sem eru með kort frá Mastercard eða öðrum fyrirtækjum geta ekki teki ð út reiðufé í hraðbönkunum sem verða á svæðum þar sem leikarnir fara fram.  Meðal annars verður hraðbönkum lokað á Wembley, Excel Centre, Earl's Court, North Greenwich Arena, , Wimbledon, Old Trafford og St James' Park .