Hlutabréf í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Visa hafa hækkað nokkuð eftir að fyrirtækið var sett á markað í morgun eftir stærsta frumútboð sögunnar í Bandaríkjunum.

Í upphafi dags var Visa verðlagt á 44 Bandaríkjadali en hefur síðan þá hækkað um tæp 30% og stendur nú í 57 dölum.

Þá greinir Wall Street Journal frá því að síðan MasterCard, keppinautur Visa, var sett á markað fyrir tæpum tveimur árum, hafa bréfin hækkað úr 39 dölum í rúma 210 dali á þeim tíma eða um 400%. Viðmælandi WSJ segir ljóst að menn ætli ekki að missa af mögulegri hækkun Visa.