Sigurður Lárusson hefur rekið Dalsnesti í um 24 ár en síðustu 10 ár hefur ekki verið hægt að greiða með greiðslukortum. Hann segir rangar skilgreiningar vera á því hverjir séu hinir raunverulegu viðskiptamenn banka og greiðslukortafyrirtækja. Þegar Sigurður ákvað að taka ekki við greiðslukortum í Dalsnesti lækkaði hann álagninguna og í framhaldi jókst veltan. Hann segist því hafa verið í svipuðum sporum og áður.