Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, flutti ræðu um ástand bandaríska hagkerfisins í gær. Sagði hann lækkun atvinnuleysis vísbendingu um að bati væri sjáanlegur. Þetta kemur fram í morgunpósti IFS greiningar.

Langtímaatvinnuleysi sé þó enn hátt og batinn það veikur að vöxtum Seðlabankans verður haldið lágum a.m.k. út árið 2014. Ræðan hafði jákvæð áhrif á bandarísk hlutabréf en bæði Standard & Poor´s 500 vísitalan og Dow Jones vísitalan hækkuðu um 0,9%. Ávöxtunarkrafa á 10 ára bandarísk ríkisskuldabréf hækkaði um 1 pkt. í 2,24%.