Hægt hefur á vexti veltu í dagvöruverslun að undanförnu, að sögn greiningardeildar Glitnis en var 4,7% meiri í síðastliðinn maí en á sama tíma fyrir ári, þegar áhrif fyrir verðbreytingar hafa verið tekin út.

?Fyrir ári mældist 13,0% vöxtur dagvöruveltu í maí. Líklegt er að heimilin í landinu bregðist nú við breytingum í kaupmætti samhliða vaxandi verðbólgu og gengislækkun krónunnar. Vaxtahækkun og minni tiltrú neytenda á stöðu efnahagslífsins á næstunni skila sér einnig í minni neyslu," segir greiningardeildin sem segir hægari vöxtur neyslu hafi verið fyrirséð og séu fagnaðarefni.

?Minni neysla er forsenda þess að nú dragi úr þenslunni sem einkennt hefur efnahagslífið að undanförnu. Minni neysla mun draga úr viðskiptahallanum og leggja sitt á vogaskálarnar við að draga úr verðbólgunni," segir greiningardeildin.