Innan tveggja ára er stefnt að því að gera talgreini sem byggir að gervigreind til þess að skrá niður ræður á Alþingi. Fulltrúar Alþingis og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samning þess efnis.

Smíðuð verður frumgerð af talgreini sem greinir upptökur af ræður alþingismanna. Í þessu felst meðal annars þjálfun og prófun mismunandi útfærslur á talgreiningu. Í seinni hluta verkefnisins er reiknað með því að talgreinirinn verði samþættur tölvugreini Alþingis og settir verði upp ferlar sem nýti talgreininn við fyrsta skrefið í ræðuritun.

Mikilvægt að viðhalda íslenskunni

Í tilkynningu frá skólanum er haft eftir Jóni Guðnasyni, lektor og námsbrautarstjóra hátækniverkfræði við HR, sem stýrir verkefninu að tölvur séu þegar farnar að skilja tungumál og að það sé mikilvægt að tölvur geti skilið og talað íslensku. Ekki er það síst í krafti þess að viðhalda íslensku sem lifandi tungumáli til framtíðar.

Nú þegar hefur HR unnið með Google að verkefnum sem stuðla að því að tölvur framtíðarinnar skilji íslensku. Því sé þróun á talgreini fyrir Alþingi mikilvægt skref í þeirri þróun og jafnframt lyftistöng fyrir önnur verkefni á þessu sviði.