*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 29. september 2014 10:07

Vísindi verslunarinnar

Martin Lindstrom fékk 2.000 sjálfboðaliða til að gangast undir segulómun til að greina hvernig heilinn bregst við auglýsingum.

Kári Finnsson
Martin Lindstrom.
Aðsend mynd

Þegar þú gengur inn í verslun er umhverfi þínu sjaldan raðað af tilviljun. Það er ástæða fyrir því að ein tiltekin matvara er á einni tiltekinni hlið verslunarinnar, það er ástæða fyrir því að sumum vörum er raðað neðarlega og öðrum ofarlega og þar fram eftir götunum. Þetta vita flestir sem starfa við verslun en færri vita að til eru þeir sem hafa lifibrauð af því að stunda ítarlegar rannsóknir á sviði verslunar og kauphegðunar.

Um þessar mundir eru staddir á landinu tveir erlendir sérfræðingar á sviði „verslunarvísinda“ - Bandaríkjamaðurinn Paco Underhill og Daninn Martin Lindstrom en þeir halda báðir erindi í Háskólabíói í dag. Af þeim báðum er Underhill sá reynslumeiri en hann hefur í tæp fjörutíu ár staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á kauphegðun fólks.

Rannsóknir hans, sem hann segir m.a. frá í sinni vinsælustu bók Why we Buy: The Science of Shopping, byggjast fyrst og fremst á því að fylgjast með fólki í verslunum og skrásetja hvert einasta skref sem það tekur til að skilja með nákvæmum hætti hvernig kaupendur bregðast við umhverfi sínu.

Martin Lindstrom, sem er góðvinur Underhills til margra ára, er hins vegar sérfræðingur á sviði vörumerkja. Hann er einna þekktastur fyrir bók sína Buyology þar sem hann stóð fyrir einni umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á sviði „taugamarkaðsfræði“ (e. neuromarketing). Þá fékk hann til sín 2.000 sjálfboðaliða til að undirgangast segulómun til að greina það hvernig heilinn bregst nákvæmlega við auglýsingum og vörumerkjum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.