Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,6% á milli mánaða og er nú 112,3 stig, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Mestu munar um verðhækkun á innlendu efni , sem hækkaði um 0,8% á milli mánaða á meðan verð á erlendu efni hækkaði um 0,2%.

Á sama tíma í fyrra stóð vísitalan í 100,8 stigum.

Þá hækkuðu vinnuliðir um 0,7% sem skýrist að stórum hluta af samningabundnum desemberuppbótum.