Vísitala byggingarkostnaðar í júlí, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júní, mældist 335,8 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði, segir greiningardeild Landsbankans.

?Árshækkun vísitölunnar mælist nú 7,1%. Það sem af er ári hafa mælst töluvert meiri hækkanir en í fyrra, en vísitalan hækkaði um 3,9% árið 2005. Athuga ber þó að töluverðar árstíðarsveiflur eru í vísitölunni, eins og sjá má á myndinni hér að neðan," segir greiningardeildin.

Vinnuliður vísitölunnar var óbreyttur á milli mánaða, ?en í vísitölunni er einungis tekið tillit til umsamdra launahækkana í byggingariðnaði. Aðrir undirliðir vísitölunnar jukust á milli mánaða," segir greiningardeildin.

Opinber gjöld hækkuðu einna mest milli mánaða eða um 1,4%, af undirliðum byggingarvísitölunnar. ?Meðal opinberra gjalda eru t.d. gatnagerðargjöld, en oft er horft til hækkunar á vísitölu byggingarkostnaðar þegar þau eru ákveðin," segir greiningardeildin.