Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan janúar 2013 var 116,0 stig, sem er hækkun um 0,2% frá fyrri mánuði, að því er kemur fram á vef Hagstofunnar.

Verð á innfluttu efni hækkaði um 0,3%, sem hefur áhrif á vísitöluna sem nemur 0,1%, og verð á innlendu efni hækkaði um 0,3%, sem einnig hefur áhrif á vísitöluna sem nemur 0,1%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,4%, að því er kemur fram hjá Hagstofunni.