Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl í ár lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni, og stendur nú í 118,5 stigum. Verð á innfluttu efni lækkaði um 1,1% en verð á innlendu efni hækkaði um 0,2%. Vélar, flutningur og orkunotkun hækkaði um 1,1%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,0%.