Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 1,4% á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Hækkunin skýrist að mestu af því að flytja þarf jarðveg lengri leið en áður eftir að jarðvegslosun fyrir höfuðborgarsvæðið var flutt frá Hólmsheiði í Bolaöldur í síðasta mánuði.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,8% síðastliðna tólf mánuði. Vísitalan stendur nú í 115 stigum.

Vísitöluhækkunin er í lægri kantinum sem sést hefur síðustu misserin en álíka hækkun sást síðast í ágúst í fyrra.