Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,9% á milli mánaða.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að vinnuliðir hækkuðu um 3,3% vegna samningsbundinna hækkana, Verð á innlendu efni hækkaði um 0,2% en verð á innfluttu efni lækkaði um 0,2%. Þá hækkaði verð á vélum, flutningum og orkunotkun um samtals 0,1%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,1%.