Vísitala byggingarkostnaðar stendur nú í er 145,8 stigum og hækkar um 2,2% frá fyrri mánuði. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar . Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,8%.

Vinna hækkaði um 5,4% og kemur þessi hækkun í kjölfar uppfærslu kjarasamninga iðnaðarmanna og verkafólks í byggingariðnaði. Innlent efni hækkaði um 0,7% og innflutt efni hækkaði um 0,5%.